Fullt af peningum til

00:00
00:00

„Það er fullt af pen­ing­um til sem hægt er að taka og setja í heil­brigðisþjón­ust­una,“ seg­ir Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir, þingmaður VG. Hún tel­ur að í fjár­lög­um fyr­ir næsta ár sé of langt gengið í niður­skurði á þjón­ust­unni og ein­göngu þurfi póli­tísk­an vilja til að draga úr niður­skurðinum.

Rík­is­stjórn­in kenni sig við nor­ræna vel­ferð og nú ríði á að standa við gef­in lof­orð í þeim efn­um. Alþingi mun taka fjár­lög næsta árs til af­greiðslu í næstu viku og Guðfríður seg­ir niður­skurðinn í heil­brigðisþjón­ustu víðsveg­ar um landið vera mikið hita­mál inn­an þing­flokks VG.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert