Stendur fyrir andstöðu við ESB

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, standa fyrir andstöðu við aðild að Evrópusambandinu í huga fylgismanna VG. Hverfi hann á braut sé ljóst að sú andstaða muni veikjast verulega.

Hún gerir ekki ráð fyrir því að Jóni verði bolað úr ráðherrastólnum en segir ekkert útilokað í þeim efnum og minnir á að henni hafi verið bolað úr stöðu þingflokksformanns daginn sem hún sneri aftur úr fæðingarorlofi og bætir því við að vonandi hafi verið teknir upp betri mannasiðir innan þingflokksins síðan þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka