Þúsundir leita sér hjálpar

Matarpakkar undirbúnir fyrir jólin hjá hjálparstofnun kirkjunnar.
Matarpakkar undirbúnir fyrir jólin hjá hjálparstofnun kirkjunnar.

Jólin eru mörgum fjölskyldum á Íslandi áhyggjuefni. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks séð sig knúinn til að leita stuðnings hjálparstofnana til að halda jól og sá hópur virðist fremur fara stækkandi en hitt.

Hjálparstofnanir taka flestar við skráningum um jólaúthlutun fram í miðjan desember. Nú þegar hafa 1.400 manns óskað eftir aðstoð Fjölskylduhjálpar Íslands og er meirihluti þeirra fólk sem ekki hefur leitað hjálpað áður. Mæðrastyrksnefnd býst við því að hjálpa þúsundum fjölskyldna, líkt og í fyrra þegar jólaúthlutanir félagsins voru 4.000 talsins.

Til Hjálparstarfs kirkjunnar leitar einnig fjöldi fólks eingöngu um jólin. Þar eru umsóknir nú hátt í 400 talsins og á eftir að fjölga, þar sem ekki hafa verið taldar saman umsóknir utan af landi.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segist Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, vonast til þess að desemberuppbótin, sem almennir launþegar fá þessi mánaðamót samkvæmt kjarasamningum, muni bjarga einhverjum frá því að þurfa matarúthlutun. „Þetta ætti að hjálpa einhverjum sem þurfa þá ekki að sækja um. Þetta er auðvitað ekki mikið en fyrir fólk sem er með lökustu kjörin munar um hvern þúsundkall. Ástandið í dag er satt að segja alveg skelfilegt. Misskiptingin er að verða svo gríðarleg.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert