Fjárlög afgreidd á morgun

Úr þingsal Alþingishússins.
Úr þingsal Alþingishússins. Ómar Óskarsson

Fundi fjárlaganefndar Alþingis, sem hófst klukkan 13 í dag, var frestað til morguns. „Við gengum frá nokkrum málum, en vildum fara betur yfir ýmis gögn,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is.

„Við eigum von á að afgreiða fjárlögin út úr nefnd á morgun,“ sagði Sigríður. Eftir það verður þeim vísað til þriðju umræðu og að öllum líkindum verða greidd atkvæði um fjárlögin á miðvikudaginn.

Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu um afgreiðslu fjárlaganna í morgun, en eitt helsta ágreiningsmálið hefur verið fjárveiting til fangelsismála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert