Fjárlaganefnd Alþingis stefnir að því að afgreiða fjárlög fyrir árið 2012 úr nefndinni nú síðdegis, en fundur nefndarinnar hefst klukkan eitt í dag.
Þetta staðfesti Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is. Að öllum líkindum verða greidd atkvæði um fjárlögin á miðvikudaginn.
Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa fundað í morgun um afgreiðslu fjárlaganna, en eitt helsta ágreiningsmálið hefur verið fjárveiting til fangelsismála.