Aðventan er jafnan nokkuð annasamur tími hjá sjúkraflutningamönnum, en þá er talsvert um útköll vegna meiðsla þegar fólk hrasar í hálku. Samkvæmislíf stendur jafnan í blóma þessa dagana og þegar hálka og teiti fara saman er ekki von á góðu.
„Fólk á það til að vera nokkuð reikult í spori á þessum árstíma og þegar það er að fóta sig í hálku verða stundum óhöpp,“ segir talsmaður Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Þetta eru yfirleitt ekki alvarleg slys, en stundum beinbrot, bæði á höndum og fótum.“