ÖBÍ veitir hvatningarverðlaun

Handhafar hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011.
Handhafar hvatningarverðlauna ÖBÍ 2011. Mynd: ÖBÍ

Öryrkja­banda­lag Íslands veitti hvatn­ing­ar­verðlaun sín í dag, á alþjóðadegi fatlaðra. Verðlaun­in voru veitt í fimmta sinn, en þau eru veitt ein­stak­ling­um, fyr­ir­tækj­um og um­fjöll­un­um.

Verðlauna­hafi í flokki ein­stak­linga var Bergþór Grét­ar Böðvars­son, fyr­ir að stuðla að já­kvæðri og upp­byggi­legri umræðu um geðsjúk­dóma á Íslandi.

Í flokki fyr­ir­tækja / stofn­ana fékk Hesta­manna­fé­lagið Hörður verðlaun­in fyr­ir frum­kvöðlastarf í hestaíþrótt­um fatlaðra barna og ung­linga og um­sjón­ar­fólk þátt­ar­ins "Með okk­ar aug­um" fyr­ir frum­kvöðlastarf í ís­lenskri dag­skrár­gerð. í flokki um­fjöll­un­ar / kynn­ing­ar fyr­ir metnaðarfulla list­sköp­un í sam­starfi við Tákn­mál­skór­inn.

Vernd­ari verðlaun­anna er for­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, og verðlauna­grip­irn­ir voru hannaðir af Þór­unni Árna­dótt­ur vöru­hönnuði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka