Við erum að keppa við tímann

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar

Yfirheyrslur hófust á vegum embættis sérstaks saksóknara í Glitnismálinu um tíuleytið í morgun. „Það fer eftir framvindunni hversu lengi við verðum að í dag og hvort við höldum áfram á morgun,“ sagði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við mbl.is.

Að sögn Ólafs Þórs er verið að yfirheyra fólk sem áður hefur verið yfirheyrt í tengslum við málið en einnig hafa fleiri verið kallaðir til yfirheyrslna.

„Við erum að keppa við tímann,“ sagði Ólafur. „Ef aðilar ná að koma saman og samræma framburð sinn, hefur það slæm áhrif á rannsóknina. Þess vegna keyrum við þetta svona hratt núna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert