Engar yfirheyrslur fyrirhugaðar í dag

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar

„Það er ekkert nýtt,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við mbl.is spurður um stöðuna í kjölfar þess að fjórir einstaklingar, sem gegnt höfðu ábyrgðarstöðum hjá Glitni fyrir bankahrun, voru handteknir fyrir helgi og þrír þeirra síðan úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Engar frekari yfirheyrslur séu fyrirhugaðar í dag.

„Þetta er náttúrulega búið að vera að keyrast bara á fullu seinustu fjóra daga og við erum bara að undirbúa það sem koma skal í næstu viku,“ sagði Ólafur en vildi ekki tjá sig frekar um hvað kynni að vera framundan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert