Fjárlögin afgreidd úr nefnd

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Fjár­laga­nefnd Alþing­is hef­ur af­greitt fjár­lög­in fyr­ir árið 2012 út úr nefnd­inni. Fjár­laga­nefnd hitt­ist klukk­an sex í dag og var fund­in­um lokið fyr­ir sjö. Fjár­lög­in verða því tek­in til þriðju umræðu á þriðju­dag­inn.

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar og þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er ánægð með að þetta skuli vera komið í höfn. „Þessu er lokið hjá okk­ur í bili. Ég tel allt vera komið og mik­il­vægt að þetta fari í umræðu sem fyrst og verði klárað,“ seg­ir Sig­ríður um málið. Hún vildi ekki tjá sig um inni­hald fjár­lag­ana og sagði til­lög­ur fjár­laga­nefnd­ar trúnaðar­mál þar til þær birt­ast á þingskjöl­um. „Það er meðal ann­ars lögð áhersla á vel­ferðar­mál, ann­ars birt­ast til­lög­ur á þingskjöl­um eft­ir helgi,“ sagði Sig­ríður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert