Hefði þurft meiri tíma

Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlíusson. mbl.is/Golli

Kristján Þór Júlí­us­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og nefnd­armaður í fjár­laga­nefnd, er ósátt­ur við af­greiðslu meiri­hlut­ans á fjár­lög­un­um 2012 út úr nefnd­inni í dag. „Við töld­um að það þyrfti að gefa þessu meiri tíma til umræðu og yf­ir­ferðar. Þetta var í raun­inni bara ann­ar fund­ur­inn þar sem var eitt­hvað rætt um inni­haldið í fjár­lög­un­um eft­ir aðra umræðu. Við kom­um fram með þær at­huga­semd­ir eft­ir aðra umræðu sem okk­ur þótti full ástæða til að ræða bet­ur og að sumu leyti er meiri­hlut­inn að mæta þeim sjón­ar­miðum en að okk­ar mati er ekki gengið nægj­an­lega  langt á sum­um sviðum, sér­stak­lega varðandi heil­brigðis- og öldrun­ar­mál.“

Kristján Þór hefði viljað meiri tíma til að fara ofan í þær breyt­ing­ar sem er verið að gera á fjár­veit­ing­um til heil­brigðismála. „Þó að vissu­lega sé bætt í á sum­um stöðum eru ýmis viðfangs­efni skil­in eft­ir í lausu lofti.  Það er t.d. ekki komið til móts við lands­menn í umkvört­un­um  í öldrun­arþjón­ustu. Það eru ýms­ir svona þætt­ir sem mér finnst menn ekki mæta með þeim sóma sem við vilj­um öll hafa um þessa tvo mik­il­vægu mála­flokka.“

Hvernig á að fjár­magna nýtt fang­elsi?

Los­ara­brag­ur var á meðferð fjár­lag­anna hjá meiri­hlut­an­um að mati Kristjáns Þórs. Hann seg­ir nefnd­ar­fund­inn í gær hafa verið skelfi­leg­an en út­færsla máls­ins hafi verið með betra formi í dag hjá meiri­hlut­an­um.  „Það er ým­is­legt þarna inni sem er þess eðlis að við hljót­um að kalla á fyllri umræðu um ákveðna þætti t.d. hvaða ákvörðun er verið að taka við bygg­ingu fang­els­is. Til­laga meiri­hlut­ans ger­ir ráð fyr­ir því að það verði haf­ist handa við bygg­ingu á Hólms­heiði og lag­fær­ing­ar á Litla-Hrauni en enn er ekki búið að svara þeirri spurn­ingu hvernig á að fjár­magna ný­bygg­ing­una, hvort það verður í einkafram­kvæmd eða rík­is­fram­kvæmd. Svo má setja spurn­ing­ar­merki við for­gangs­röðum meiri­hlut­ans varðandi út­gjöld í ýmis verk­efni sem eru lögð til og við mun­um koma að í okk­ar nefndaráliti og umræðum um fjár­lög­in á þriðju­dag­inn,“ seg­ir Kristján Þór.

At­kvæðagreiðsla um fjár­lög­in fer fram í þing­inu á miðviku­dag­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert