Sakar Ögmund um dylgjur

Katrín Júlíusdóttir
Katrín Júlíusdóttir mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Katrín Júlí­us­dótt­ir iðnaðarráðherra undr­ast um­mæli Ögmund­ar Jónas­son­ar, inn­an­rík­is­ráðherra og að hann skuli dylgja um að menn ætli sé að leiðbeina fjár­fest­um fram hjá ís­lensk­um lög­um. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Útvarps­ins en þar vís­ar Katrín til orða Ögmund­ar í frétt­um RÚV í há­deg­inu.

Íslensk stjórn­völd eiga í viðræðum við kín­verska fjár­fest­inn Huang Nubo um með hvaða hætti hann geti fjár­fest í ís­lenskri ferðaþjón­ustu. Katrín Júlí­us­dótt­ir iðnaðarráðherra sagði í frétt­um Sjón­varps í gær að stjórn­völd ætluðu að leiðbeina Nubo í gegn­um ís­lenskt lagaum­hverfi svo hann gæti fjár­fest hér á landi. Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra sagði í há­deg­is­frétt­um út­varps í dag að hann ætti erfitt með að átta sig á því hvað Katrín ætti við með þess­um um­mæl­um.

„Við verðum nátt­úr­lega að gæta okk­ur á því að fara ekki að leiðbeina mönn­um fram hjá ís­lensk­um lög­um eins og því miður virðist hafa verið gert í Magma-mál­inu hér fyr­ir nokkr­um miss­er­um þar sem ein­stak­ling­ur utan hins evr­ópska efna­hags­svæðis lagði sig ofan í sænska skúffu, bjó til skúffu­fyr­ir­tæki og komst þannig yfir auðlind­ir á Reykja­nes­inu. Ég er ekki með nein­ar get­gát­ur um að menn ætli að fara þess­ar leiðir en ég vara nátt­úr­lega við slíku.“

Iðnaðarráðherra er afar ósátt­ur við þessi um­mæli Ögmund­ar, sam­kvæmt frétt­um RÚV í kvöld.

„Ég verð að segja al­veg eins og er að ég varð undr­andi á þeim, að hann skuli ætla okk­ur að gera eitt­hvað slíkt og skuli ákveða að dylgja um slíkt án þess að tala við kóng eða prest áður en það er gert. Og mér fannst það ekki sann­gjarnt hjá fé­laga mín­um Ögmundi Jónas­syni í rík­is­stjórn að gera það. En það er kannski ekk­ert skrítið að hann átti sig ekki á því hversu opið Ísland er í raun og veru fyr­ir fjár­fest­ing­um í at­vinnu­starf­semi enda kannski er­lend­ar fjár­fest­ing­ar ekki beint verið á hans sviði hingað til, eins og menn vita.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka