Torkennilegt ljós hefur nokkrum sinnum sést á himninum yfir Skagafirði að undanförnu og þá helst á föstudags- og laugardagskvöldum. Ljósið er appelsínugult á litinn og svífur yfir á nokkrum hraða, samkvæmt frétt á Feyki.
Þar kemur fram að tvær ungar stúlkur sáu ljósið um klukkan 20:30 á föstudagskvöldið er þær voru staddar í Grenihlíðinni og eins þriðji einstaklingurinn sem var á svipuðum slóðum og stúlkurnar. Hann tók myndir af ljósinu á síma sinn og er hægt að sjá þær á vef Feykis.