„Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í um þá tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis að fjármagn verði veitt á næsta ári til þess að mæta hönnunarkostnaði við byggingu nýs fangelsis og ennfremur að fjármagn verði veitt til endurbóta og framkvæmda vegna fangelsisins á Litla-Hrauni.
„Það er nokkuð sem ég fagna mjög því það er í samræmi við þá stefnu sem ég legg áherslu á að verði fylgt. Það er að segja nýtt fangelsi á Hólmsheiði og svo verði aðstaðan á Litla-Hrauni efld enda sé ég fangelsið þar fyrir mér sem þungamiðjuna í íslensku fangelsiskerfi,“ segir Ögmundur í samtali við mbl.is.