Bókhaldið strimlar í svörtum pokum

Háar kröfur voru í þrotabú Írska barsins ehf.
Háar kröfur voru í þrotabú Írska barsins ehf. mbl.is/Hjörtur

„Það var bara greinilega mikil óráðsía þarna og bókhaldið var ekki gott,“ segir Hildur Sólveig Pétursdóttir, hæstaréttarlögmaður og skiptastjóri Írska barsins ehf., sem tekinn var til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í nóvember á síðasta ári.

Skiptum lauk um miðjan síðasta mánuð og fundust engar eignir á móti kröfum upp á hátt í 148 milljónir króna auk áfallinna vaxta og kostnaðar.

„Það var ekkert bókhald sem ég gat fengið þarna. Þetta voru bara einhverjir strimlar í svörtum pokum,“ segir Hildur. Þá hafi forsvarsmenn fyrirtækisins ekki veitt upplýsingar um reksturinn. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafi verið boðaður í skýrslutöku vegna málsins en ekki mætt þrátt fyrir að vera ítrekað boðaður meðal annars með ábyrgðarpósti. Upplýsingar hafi þannig verið mjög takmarkaðar um reksturinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert