„Erlendar fjárfestingar ekki lokaðar á Íslandi“

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum búin að hafa samband við Nubo og bjóða honum að fara með honum í gegnum fjárfestingaumhverfið á Íslandi,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu í dag.

„Við töldum að hann hefði farið ansi torvelda leið með því að ætla að fara í jarðakaup sem eru samkvæmt lögum ekki heimiluð. En það eru aðrar leiðir sem eru heimilaðar enda eru erlendar fjárfestingar ekki lokaðar á Íslandi, nema í ákveðnum geirum sem eru orkugeirinn, sjávarútvegurinn og síðan jarðakaup,“ segir Katrín.

Katrín segir að Fjárfestingastofa sjái um slík samskipti fyrir ríkisvaldið en slíkar ráðgjafarstofur um fjárfestingar starfi hjá öllum ríkjum heims. Telur Katrín að það hafi einfaldlega verið eðlilegt að bjóða honum þessa þjónustu. Segir ráðherra að Nubo hafi ekki sóst eftir því að tala við hana persónulega en að hún muni ekki neita að hitta hann ef þess verður óskað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert