Afar kalt er í veðri á Norðurlandi og fór frost á nokkrum stöðum niður fyrir 20 gráður í dag, svo sem í Eyjafirði og við Mývatn. Útlit er fyrir að áfram verði kalt á þessum slóðum næstu dagana og líklegt að enn lægri tölur sjáist, einkum á fimmtudag og um næstu helgi.
Frost á Torfum í Eyjafirði mældist 22,6 gráður um klukkan 19 í kvöld, að því er kemur fram á vef Veðurstofunnar. Á flugvellinum á Sauðárkróki mældist 20,8 stiga frost á sama tíma og við Mývatn var 21 stigs frost klukkan 16.