Ögmundur: Hurð skall nærri hælum

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

„Það er auðvelt að kaupa Ísland með öll­um gæðum þess þegar gjald­miðill­inn er veik­ur og kjark­ur­inn hjá sum­um eft­ir því,“ seg­ir Ögmund­ur Jónas­son inn­an­rík­is­ráðherra sem fagn­ar þings­álykt­un­ar­til­lögu sem efna­hags­ráðherra hef­ur lagt fram um stefnu ís­lenskra stjórn­valda gagn­vart er­lendri fjár­fest­ingu.

Ögmund­ur seg­ir í pistli á heimasíðu sinni, sem ber yf­ir­skrift­ina „Hurð skall nærri hæl­um!“ að í til­lögu Árna Páls Árna­son­ar, efna­hags- og viðskiptaráðherra, sé boðuð grund­vall­ar­stefnu­breyt­ing að því leyti að í stað þess að opna á er­lenda fjár­fest­ingu í  orku og auðlind­um sé áhersl­an á marg­breyti­leika og ný­sprot­a­starf­semi.

„Þetta er gott og já­kvætt. Það er líka gott og já­kvætt að í grein­ar­gerð er áhersla á að Íslend­ing­ar vilji að orku­fyr­ir­tæk­in og sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki séu í inn­lendri eign,“ skrif­ar Ögmund­ur.

Hann seg­ir að það sé frá­leitt að al­hæfa um er­lenda fjár­fest­ingu. Að sínu mati verði Íslend­ing­ar að hafa tvennt í huga.

„Fyrra atriðið er þetta: Því meira sem eign­ar­hald í at­vinnu­rekstri er inn­lent, þeim mun betra. Það þýðir að arður­inn af hon­um fer inn í ís­lenskt hag­kerfi en fer ekki úr landi. Þannig hef­ur arður af stóriðju streymt út úr ís­lenska hag­kerf­inu því eign­ar­haldið er er­lent. Sama myndi að sjálf­sögðu ger­ast ef eign­ar­haldið á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um væri er­lent.

Hitt atriðið sem máli skipt­ir er að fjár­fest­ing sé í al­mennri efna­hags­starf­semi en ekki í auðlind­um. Þar verður ekki auðveld­lega til baka stigið,“ skrif­ar Ögmund­ur.

Í lok pist­ils­ins hvet­ur Ögmund­ur lands­menn til að vera á varðbergi.

„Það er auðvelt að kaupa Ísland með öll­um gæðum þess þegar gjald­miðill­inn er veik­ur og kjark­ur­inn hjá sum­um eft­ir því. Hugs­um ekki í mín­út­um, dög­um og árum. Hugs­um ekki með hliðsjón af stund­ar­hags­mun­um. Hugs­um langt fram í tím­ann. Hugs­um í öld­um. Sagt er að ein­mitt það geri Kín­verj­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert