Kalla eftir rannsókn á FME

Fjármálaeftirlitið
Fjármálaeftirlitið mbl.is/Árni Sæberg

„Vöxturinn í útgjöldum til Fjármálaeftirlitsins virðist vera sjálfkrafa og án nokkurra hafta eða skilmála af hálfu stjórnarliða [...] og við sjálfstæðismenn í fjárlaganefndinni höfum varað við því að verða við óskum Fjármálaeftirlits með þeim hætti sem tillaga meirihlutans gerir ráð fyrir.“

Þetta segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Samþykkt var á fundi fjárlaganefndar í gær að leggja til við efnahags- og viðskiptaráðherra að hann léti fara fram rannsókn á starfsemi FME og fjárþörf þess.

Hálfur milljarður króna er settur í Fjármálaeftirlitið í fjárlögunum 2012, sem voru afgreidd út úr nefndinni í gær. „Maður hefði þá talið eðlilegt að þau heimiluðu ekki þessi útgjöld fyrr en sú rannsókn hefði farið fram sem þau vilja að eigi sér stað,“ segir Kristján Þór „Við horfum upp á gríðarlega auknar fjárveitingar í eftirlit. Þetta er illa rökstutt og með ólíkindum að horfa á að þessi stofnun eigi að geta vaxið því sem næst hömlulaust, eins og þarna er lagt til, á meðan aðrar stofnanir eru sveltar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert