Meira um teiknað barnaníð

Barngerving verður refsiverð með breytingum á lögum.
Barngerving verður refsiverð með breytingum á lögum. mbl.is/Ásdís

Markaður með teikni­mynd­ir af barn­aníði hef­ur vaxið mikið á und­an­förn­um árum, meðal ann­ars hér á landi, en ekki er hægt að dæma menn fyr­ir vörslu slíks efn­is eins og staðan er í dag. Það breyt­ist ef Alþingi samþykk­ir frum­varp inn­an­rík­is­ráðherra sem ger­ir „barn­gerv­ingu“ refsi­verða.

Hulda Elsa Björg­vins­dótt­ir, sak­sókn­ari hjá rík­is­sak­sókn­ara, seg­ir að slík­ar teikni­mynd­ir sjá­ist æ oft­ar í barn­aníðsmá­l­um og séu oft­ar en ekki mun of­beld­is­fyllri en þegar um raun­veru­leg börn er að ræða. Þá sé á stund­um erfitt að gera grein­ar­mun á þeim og hefðbundn­um ljós­mynd­um, svo lík­ar eru þær.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hún, að vegna þess hversu ná­tengd­ar teikni­mynd­irn­ar eru raun­veru­legu barn­aníði sé eðli­legt að varsla þeirra sé refsi­verð og fagn­ar því frum­varp­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert