Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, gagnrýnir harðlega hugsanlegar breytingar á fyrirkomulagi viðbótarlífeyrissparnaðar.
Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir hann þær vera bæði vanhugsaðar og varhugaverðar og ljóst sé að sjálfstæðismenn leggist gegn fyrirhuguðum breytingum.