SÁÁ leitar eftir aðstoð

Staðarfell í Dölum
Staðarfell í Dölum

Sam­kvæmt samn­ing­um SÁÁ við ríkið er sam­tök­un­um ætlað að inn­heimta hjá sjúk­ling­um greiðslur vegna fæðis og hús­næðis í eft­ir­meðferð á Vík og Staðar­felli og gjöld vegna göngu­deild­armeðferðar. Hafa sam­tök­in ákveðið að leita eft­ir aðstoð lands­manna vegna fjár­skorts.

„Við get­um ekki annað en beðið lands­menn um aðstoð," seg­ir Gunn­ar Smári Eg­ils­son, formaður SÁÁ í til­efni af söfn­un í Styrkt­ar­sjóð SÁÁ, í frétta­til­kynn­ingu.

„Það hef­ur þrengt svo að tekj­um sam­tak­anna að þau geta ekki leng­ur greitt fyr­ir hlut þeirra sjúk­linga sem geta ekki greitt fyr­ir áfeng­is- og vímu­efnameðferð sína. Þess vegna biðjum við lands­menn um að styrkja fá­tæka alkó­hólista svo þeir fái notið sömu þjón­ustu og aðrir lands­menn."

Styrkt­ar­sjóður SÁÁ var stofnaður fyr­ir þrem­ur árum. Til­gang­ur hans er að styrkja fá­tæka alkó­hólista svo þeir geti notið sjúkraþjón­ustu og meðferðar á veg­um SÁÁ.

Á næst­unni verður send út val­krafa í heima­banka allra lands­manna á aldr­in­um 30 til 70 ára með beiðni um 2000 króna fram­lag í sjóðinn. Einnig verða val­kröf­ur send­ar á fyr­ir­tæki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert