Telja kínverska herinn horfa til Íslands

Kínverskur kafbátur.
Kínverskur kafbátur. Reuters

Sér­fræðing­ar í varn­ar­mál­um sem Globe and Mail, helsta dag­blað Kan­ada, ræddi við telja að kín­verski her­inn horfi til Íslands sem ákjós­an­legs staðar til að reisa hafn­ir og önn­ur mann­virki. Ástæðan er hugs­an­leg opn­un sigl­inga­leiða á norður­slóðum.

Kanadíska blaðið fjall­ar um málið í til­efni þess að kín­verska auðmann­in­um Huang Nubo var neitað um að fá kaupa Grímsstaði á Fjöll­um en þar hafði hann sem kunn­ugt er uppi hug­mynd­ir um að opna golf­völl á harðbýlisjörð.

Er málið sett í sam­hengi við áhuga kín­verskra stjórn­valda á að fjölga kaf­bát­um í Kína­her.

Blaðið rifjar upp ríka áherslu Kín­verja á að fylgj­ast vel með þró­un­inni á norður­slóðum.

Um gíf­ur­lega hags­muni er að tefla enda myndi opn­un sigl­inga­leiðar­inn­ar hafa mikla þýðingu fyr­ir kín­versk­an út­flutn­ing með því að stytta af­hend­ing­ar­tíma og þar með draga úr flutn­ings­kostnaði sem fyr­ir­séð er að kunni að hækka enn frek­ar vegna hækk­andi olíu­verðs.

Orðrétt seg­ir í frétt Globe and Mail í laus­legri þýðingu:

„Suma emb­ætt­is­menn í Reykja­vík grun­ar að herra Huang hafi viljað landið af meira til­efni en til að opna golf­völl. Kanadísk­ir her­mála­sér­fræðing­ar eru því sam­mála.“

Frétt Globe and Mail má nálg­ast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert