Útgjöld til heilbrigðisstofnana hækkuð

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að framlag til heilbrigðisstofnana verði á næsta ári 77 milljónum króna hærra en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu.

Þá leggur nefndarmeirihlutinn til að rekstarframlag til Landspítala verði hækkað um 50 milljónir króna og framlag til Sjúkrahússins á Akureyri um 5 milljónir.

Einnig er lagt til að framlag til sjúkraflutninga verði hækkað um 155 milljónir vegna samninga um þá flutninga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert