50 milljónir fyrir 247 ferðir

Á fyrstu níu mánuðum þessa árs var farið í 247 utanlandsferðir á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins og stofnana þess. Heildarkostnaðurinn nemur tæpum 50 milljónum kr.

Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins.

Alls var farið í 48 ferðir frá janúar til september á vegum ráðuneytisins og nemur heildarkostnaðurinn 16,8 milljónum kr.

Farið var í 20 ferðir á vegum Einkaleyfastofu og nam kostnaðurinn 3,7 milljónum kr. Frádreginn er kostnaður vegna ferða sem eru að fullu endurgreiddar af EPO, WIPO, OHIM, EA.

Á vegum Samkeppniseftirlitsins var farið í 18 ferðir og nam kostnaðurinn 5,4 milljónum kr.

Farið var í 75 ferðir á vegum Hagstofu Íslands og nam kostnaðurinn 6,3 milljónum kr. Frádregnir eru styrkir Evrópusambandsins vegna funda/námskeiða/námsferða og Taiex-styrkur

Fjármálaeftirlitið fór í 86 ferðir og hljóðar kostnaðurinn upp á 17,4 milljónir kr.

Fyrirspurn Ásmundar var svohljóðandi:

  1. Hversu margar utanlandsferðir voru farnar á vegum ráðuneytisins og stofnana þess fyrstu níu mánuði þessa árs? Til hvaða lands eða landa var farið og í hvaða erindum?

  2. Hver var heildarkostnaður ráðuneytisins og stofnana þess vegna fargjalda og greiddra dagpeninga fyrstu níu mánuði ársins, sundurliðað eftir ráðuneyti og stofnunum?

Svar ráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert