Á fyrstu níu mánuðum þessa árs var farið í 247 utanlandsferðir á vegum efnahags- og viðskiptaráðuneytisins og stofnana þess. Heildarkostnaðurinn nemur tæpum 50 milljónum kr.
Þetta kemur fram í svari efnahags- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns Framsóknarflokksins.
Alls var farið í 48 ferðir frá janúar til september á vegum ráðuneytisins og nemur heildarkostnaðurinn 16,8 milljónum kr.
Farið var í 20 ferðir á vegum Einkaleyfastofu og nam kostnaðurinn 3,7 milljónum kr. Frádreginn er kostnaður vegna ferða sem eru að fullu endurgreiddar af EPO, WIPO, OHIM, EA.
Á vegum Samkeppniseftirlitsins var farið í 18 ferðir og nam kostnaðurinn 5,4 milljónum kr.
Farið var í 75 ferðir á vegum Hagstofu Íslands og nam kostnaðurinn 6,3 milljónum kr. Frádregnir eru styrkir Evrópusambandsins vegna funda/námskeiða/námsferða og Taiex-styrkur
Fjármálaeftirlitið fór í 86 ferðir og hljóðar kostnaðurinn upp á 17,4 milljónir kr.
Fyrirspurn Ásmundar var svohljóðandi: