Efnistaka á ræktuðu landi

Ekki er tekið efni úr Ingólfsfjalli í malarnámunni í Hvammi.
Ekki er tekið efni úr Ingólfsfjalli í malarnámunni í Hvammi. mbl.is

Matsáætl­un vegna efnis­töku í landi Hvamms í Sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi hef­ur verið lögð fram til kynn­ing­ar hjá Skipu­lags­stofn­un. Námu­svæðið er staðsett við Hvamms­veg sem er miðja vegu á milli Sel­foss og Hvera­gerðis, vest­an meg­in við Ing­ólfs­fjall.

Í matsáætl­un­inni er fjallað um tvö svæði, á svæði eitt er gert ráð fyr­ir að eft­ir séu um tveir hekt­ar­ar heppi­leg­ir til efnis­töku. Fram­kvæmd­araðili áform­ar því stækk­un svæðis 1 um 2 ha og efnis­töku allt að 100.000 m3 á 5-10 árum. Á svæði tvö áform­ar fram­kvæmd­araðili alls um 500.000 m3 efnis­töku á 5 ha, á allt að 30 árum.

Fyr­ir­huguð efn­istaka mun fara fram á ræktuðu landi og því ekki verið að raska óspilltri nátt­úru. Efnis­töku­svæðið er lítt áber­andi nema sýni­legt veg­far­end­um á skömm­um kafla Hvamms­veg­ar og úti­vistar­fólki ofan af Ing­ólfs­fjalli vest­an til. Vegna ná­lægðar við Suður­lands­veg og helstu þétt­býl­is­svæði Suður­lands þykir efnis­töku­svæðið vel í sveit sett með til­liti til flutn­inga.

Sjá má matsáætl­un­ina á vef Skipu­lags­stofn­un­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka