Fer yfir svör ríkislögreglustjóra

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.
Sveinn Arason ríkisendurskoðandi.

Ríkisendurskoðandi vinnur nú að því að fara yfir svör sem ríkislögreglustjóri hefur sent stofnuninni í gær um viðskipti embættisins við RadíóRaf ehf. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi segir í samtali við mbl.is að málið verði skoðað vel og vandlega.

„Við eigum eftir að meta það hvort þetta er fullnægjandi eða hvort við teljum okkur þurfa að fá einhver viðbótarsvör. Við leggjumst í það í dag og á morgun,“ segir Sveinn.

Ekki sé víst að það verði komin endanleg niðurstaða í málið á morgun. „Við eigum eftir að meta það ískalt,“ bætir hann við.

Fram hefur komið að viðskipti ríkislögreglustjóra við RadíóRaf hafi numið rúmlega 141 milljón króna frá janúar 2007 til september 2011.

Í lok svars ríkislögreglustjóra til Ríkisendurskoðunar er m.a. vísað til álitsgerðar Lex lögmannsstofu, sem gerð var fyrir embætti ríkislögreglustjóra, en þar er komist að þeirri niðurstöðu að ólíklegt verði að telja að það falli innan lögbundins hlutverks Ríkisendurskoðunar að leggja mat á það hvort innkaup hins opinbera á vörum standist lög um opinber innkaup.

Þá segir ríkislögreglustjóri, að við meðferð mála ríkisendurskoðanda hljóti að þurfa að vera yfir allan vafa hafið hvort hann sé hæfur að lögum og hvert lögbundið hlutverk hans sé.

Svar ríkislögreglustjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert