Ráðuneyti deila um FME

Sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins (FME) er m.a. tryggt með því að það meti sjálft eigin fjárþörf. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sem leggur fram frumvarp um hækkun eftirlitsgjalds úr 1.619 í 2.002 milljónir.

Áform um aukin fjárframlög til FME hafa mætt andstöðu á Alþingi og gagnrýni frá fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Meirihluti fjárlaganefndar vill að lagt verði sjálfstætt mat á þörf FME fyrir aukin framlög.

„Rökin fyrir þessari tilhögun voru á sínum tíma þau að það væri nauðsynlegt að búa svo um hnútana til að FME væri ekki háð ríkisstjórn á hverjum tíma,“ segir Árni Páll. Hann segir að aukin fjárframlög til FME séu að tillögu erlendra sérfræðinga sem telji að byggja þurfi upp þekkingu og getu eftirlitsins. Verið sé að vinna að nýjum verkefnum og rannsóknir á föllnu bönkunum séu ennþá fyrirferðarmiklar.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag er fjallað um hvernig deilt er í kerfinu um FME. Þar segist Árni Páll m.a. ekki ætla mönnum að vilja vísvitandi grafa undan getu FME til að ljúka þeim rannsóknum sem nú standa yfir eða til að auka gæði fjármálaeftirlits.

Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar FME, segir að uppbygging FME hafi verið talin nauðsynleg, m.a. af erlendum sérfræðingum. Betra fjármálaeftirlit sé lykilatriði við að efla tiltrú á íslensku efnahagslífi. Hann fjallar um þessi mál í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka