Símaskráin fjarlægð úr verslunum

Egill Einarsson prýðir forsíðu Símaskrárinnar 2011 og er jafnframt meðhöfundur.
Egill Einarsson prýðir forsíðu Símaskrárinnar 2011 og er jafnframt meðhöfundur. mbl.is/Golli

Ákveðið hef­ur verið að fjar­lægja Síma­skrána 2011 úr versl­un­um Sím­ans, en skrá­in hef­ur verið geymd í sér­stök­um stönd­um í versl­un­un­um. Eg­ill Ein­ars­son, sem er einnig þekkt­ur sem Gillz, prýðir forsíðuna. Hann og unn­usta voru ný­verið kærð til lög­reglu fyr­ir að nauðga 18 ára gam­alli stúlku.

Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, for­stjóri Já, seg­ir að síma­skrá­in sé ekki í virkri dreif­ingu, en henni er fyrst og fremst dreift á vor­in og á sumr­in.

„En í ljósi þessa máls þá höf­um við ákveðið að taka til hliðar síma­skrárst­anda sem hafa verið í nokkr­um Síma­versl­un­um,“ seg­ir Sig­ríður og bæt­ir við að þetta sé gert af virðingu við alla hlutaðeig­andi.

„Við erum sleg­in yfir þess­um frétt­um. Við telj­um að þetta mál sé harm­leik­ur fyr­ir alla þá aðila sem málið varðar,“ seg­ir Sig­ríður í sam­tali við mbl.is. Menn verði að treysta því að málið fái rétt­láta meðferð fyr­ir dóm­stól­um.

Líkt og fram hef­ur komið neit­ar Eg­ill sök og hef­ur hann falið lög­manni sín­um að kæra stúlk­una fyr­ir rang­ar sak­argift­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka