Fyrstu niðurstöður úr rannsókn á áhrifum eldgossins í Eyjafjallajökli á heilsufar íbúa á Suðurland benda til þess að því hafi fylgt bæði líkamlegt og andlegt álag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.
Rætt var við Guðrúnu Pétursdóttur dósent við Háskóla Íslands en hún sagði greinilegan marktækan mun á einkennum frá öndunarfærum, hósta og slímuppgangi. Þá hafi fólk haft óþægindi og þyngsl fyrir brjósti. Augljóst var að íbúar hafi orðið fyrir alvarlegu álagi.