Stefnir í fjárlög með 20,7 milljarða halla

Steingrímur J. Sigfússon fjármálráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálráðherra. mbl.is/Skapti

Þriðja umræða fer fram á Alþingi í dag um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2012. Breytingar á frumvarpinu, sem meirihluti fjárlaganefndar hefur samþykkt, fela í sér 522 milljóna króna hækkun útgjalda frá því sem áður var lagt til.

Gangi breytingartillögurnar eftir stefnir í fjárlög með 20,7 milljarða króna halla á næsta ári. Upphaflega gerði frumvarpið ráð fyrir 17,7 milljarða króna halla.

Í fréttaskýringu um fjárlagafrumvarpið í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að samkvæmt breyttri tekjuáætlun er reiknað með 1,5 milljarða kr. meiri tekjum en eru í frumvarpinu. Þar vegur þyngst áætlun um 900 milljóna kr. auknar tekjur vegna úttektar séreignarsparnaðar árið 2012.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert