Sturla boðaður til sérstaks saksóknara

Sturla Jónsson og Birgitta Jónsdóttir
Sturla Jónsson og Birgitta Jónsdóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

Sér­stak­ur sak­sókn­ari hef­ur boðað Sturlu Jóns­son, fyrr­ver­andi vöru­bíl­stjóra sem mikið hef­ur mætt á í mót­mæl­um af ýmsu tagi, til skýrslu­töku eft­ir há­degið á morg­un. Vef­miðill­inn Svip­an grein­ir frá þessu í kvöld og seg­ir það vegna kæru á út­tekt af banka­reikn­ing­um.

Að því seg­ir í frétt Svip­unn­ar snýr málið að út­tekt­um banka af banka­reikn­ing­um sem Sturla ásamt fleir­um hef­ur kært. Sturla mun af þess­um sök­um gefa skýrslu hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara klukk­an 13 á morg­un.

Vísað er í færslu Sturlu á sam­skipta­vefn­um Face­book þar sem hann seg­ir að farið hafi verið inn á banka­reikn­inga fé­lag­anna í hópn­um og tekið út af reikn­ing­un­um án umboðs. Bank­arn­ir sjálf­ir hafi verið þar að verki.

Frétt Svip­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert