Sturla boðaður til sérstaks saksóknara

Sturla Jónsson og Birgitta Jónsdóttir
Sturla Jónsson og Birgitta Jónsdóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

Sérstakur saksóknari hefur boðað Sturlu Jónsson, fyrrverandi vörubílstjóra sem mikið hefur mætt á í mótmælum af ýmsu tagi, til skýrslutöku eftir hádegið á morgun. Vefmiðillinn Svipan greinir frá þessu í kvöld og segir það vegna kæru á úttekt af bankareikningum.

Að því segir í frétt Svipunnar snýr málið að úttektum banka af bankareikningum sem Sturla ásamt fleirum hefur kært. Sturla mun af þessum sökum gefa skýrslu hjá embætti sérstaks saksóknara klukkan 13 á morgun.

Vísað er í færslu Sturlu á samskiptavefnum Facebook þar sem hann segir að farið hafi verið inn á bankareikninga félaganna í hópnum og tekið út af reikningunum án umboðs. Bankarnir sjálfir hafi verið þar að verki.

Frétt Svipunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert