6 þingmenn vildu afnema styrki til stjórnmálaflokka

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir. mbl.is/Ómar

Sex þingmenn greiddu atkvæði með breytingartillögu Lilju Mósesdóttur alþingismanns við fjárlagafrumvarp næsta árs, um að fella niður framlag ríkisins til stjórnmálaflokkanna. Um er að ræða 295,1 milljón króna, sem skipt er milli þingflokka samkvæmt tilteknum reglum. 

Með tillögunni greiddu atkvæði, auk Lilju, þau Atli Gíslason, óháður þingmaður, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, VG, og þingmenn Hreyfingarinnar, þau Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari.

Aðrir viðstaddir þingmenn, 55 talsins, greiddu allir atkvæði gegn tillögunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert