Enn engin ofurtala

Þrír Norðmenn deila með sér 1. vinningi í Víkingalottó og fá jafnvirði 90,5 milljóna króna hver í sinn hlut. Enn er beðið eftir að ofurtalan svonefnda komi upp en 1. vinningur með ofurtölu hefði skilað yfir þremur milljörðum króna í verðlaun. Potturinn verður því enn stærri á miðvikudag eftir viku.

Íslendingar voru þó ekki heillalausir með öllu. Tveir fengu tvær milljónir króna fyrir að vera með fimm rétta í Jóker. Annar miðinn var seldur í söluturninum Jolla í Hafnarfirði en hinn var í áskrift. Þá hlutu sex miðahafar hundrað þúsund krónur hver fyrir fjóra rétta í Jóker.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert