Fá ekki næga þjálfun í eineltismálum

Í rannsókninni segir að hvergi sé að finna skilgreiningu á …
Í rannsókninni segir að hvergi sé að finna skilgreiningu á einelti meðal barna í íslenskri löggjöf. Heiðar Kristjánsson

Kenn­ar­ar gegna lyk­il­hlut­verki í allri vinnu gegn einelti en rann­sókn­ir sýna að ný­út­skrifaðir grunn­skóla­kenn­ar­ar telja sig ekki fá nægi­lega mennt­un og þjálf­un í einelt­is­mál­um í kenn­ara­nám­inu. Svo virðist sem þá skorti færni til að koma auga á einelti og þeir eigi erfitt með að tak­ast á við einelt­is­mál þegar þau koma upp.

Þetta kem­ur fram í þverfræðilegri rann­sókn á einelti meðal barna á Íslandi en niður­stöður henn­ar voru kynnt­ar á málþingi í Öskju í Há­skóla Íslands í dag. Höf­und­ar rann­sókn­ar­inn­ar eru Daní­el Reyn­is­son, Hjör­dís Árna­dótt­ir og Sjöfn Kristjáns­dótt­ir.

Þá virðist vera skort­ur á sér­hæfðri kennslu um einelt­is­mál í kenn­ara­nám­inu, bæði hvað varðar grunn­skóla­kenn­ara sem og íþrótta­kenn­ara. Sér­stak­lega er mik­il­vægt að huga að sér­hæfðri kennslu fyr­ir um­sjón­ar­kenn­ara,“ seg­ir í niður­stöðukafla rann­sókn­ar­inn­ar.

Gerðar eru til­lög­ur að úr­bót­um og eru þær m.a. að auka kennslu í aga­mál­um og sam­skipta­færni kenn­ara, gera kennslu um einelti meðal barna að skyldufagi í kenn­ara­námi og skyld­um grein­um og tryggja ða um­fjöll­um um og þátt­taka í aðgerðum gegn einelti verði skil­greind­ur þátt­ur í starfs­námi og þar með verk­efni á sviði for­eldra­sam­skipta um einelti.

Fjallað er um hvað sé ábóta­vant í bar­átt­unni gegn einelti meðal barna. Auk þess að ræða um skort á sér­hæfðri kennslu um einelt­is­mál í kenn­ara­námi er m.a. talað um að Barna­sátt­máli Sam­einuðu þjóðanna hafi ekki verið nægi­lega vel kynnt­ur fyr­ir börn­um og þeim sem fara með mál­efni barna, að hvergi sé að finna skil­grein­ingu á einelti meðal barna í ís­lenskri lög­gjöf og að skort­ur sé á að all­ir skól­ar lands­ins hafi sinnt skyld­um sín­um sam­kvæmt nám­skrá um að setja sér einelt­isáætlan­ir.

Þá seg­ir að nauðsyn­legt sé að setja mun skýr­ari regl­ur um for­varn­ir og viðbrögð við einelti meðal barna sem á sér stað í íþrótta- og tóm­stund­a­starfi auk þess sem höf­und­ar rann­sókn­ar­inn­ar segja það áhyggju­efni að tíðni einelt­is virðist ekki hafa minnkað hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert