Fjárlög samþykkt

Fjár­laga­frum­varp fyr­ir næsta ár var samþykkt á Alþingi und­ir kvöld með 31 at­kvæði gegn 3 en 23 þing­menn greiddu ekki at­kvæði. Sex þing­menn voru fjar­ver­andi.

Viðstadd­ir þing­menn stjórn­ar­flokk­anna, Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, greiddu all­ir at­kvæði með frum­varp­inu en þing­menn Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks sátu hjá. All­ir þing­menn Hreyf­ing­ar­inn­ar greiddu at­kvæði gegn frum­varp­inu.

Niðurstaðan úr fjár­laga­gerð vetr­ar­ins er, að fjár­lög­in eru af­greidd með 20,7 millj­arða króna halla en fjár­laga­frum­varpið var lagt fram í októ­ber­byrj­un með 17,7 millj­arða króna halla. Tekj­ur rík­is­ins verða 522,9 millj­arðar króna á næsta ári en heild­ar­gjöld 543,7 millj­arðar ef áætl­un fjár­lag­anna geng­ur eft­ir.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert