Hagvöxtur byggist á sandi

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson.

Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að sá mikli hagvöxtur, sem kom fram í nýrri mælingu Hagstofunnar í dag, byggðist á sandi.

Spurði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra hvort hún hefði ekki áhyggjur af því að hagvöxtur hér á landi byggðist á hverfulli froðu.

Jóhanna sagði að Tryggvi Þór nöldraði í ræðustólnum yfir hlutunum en gleddist ekki yfir því að hagvöxtur hér á landi væri nú einn sá mesti í heimi eða 3,7% milli ára. Hagvöxturinn væri ekki aðeins neysludrifinn heldur byggðist einnig á auknum útflutningi.

„Ég ætla að leyfa mér að vera svo bjartsýn, að halda því fram að við munum ná þeim hagvexti sem kjarasamningarnir byggjast á,“ sagði Jóhanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert