Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú árás sem var framin í íbúð við Skúlagötu í Reykjavík í nótt. Maður sem býr í íbúðinni var fluttur á slysadeild með mikla áverka á öðrum handlegg.
Maðurinn, sem er á sextugsaldri, heldur því fram að tveir menn hafi brotið sér leið inn í íbúðina í gegnum svalahurð og ráðist til atlögu með hnífi. Hann gat hins vegar ekki gefið nánari lýsingu á mönnunum að sögn lögreglu.
Í framhaldinu bankaði hann upp á hjá nágranna sínum sem lét lögreglu vita á fjórða tímanum í nótt.
Lögregla segir að maðurinn hafi verið illa leikinn en ekki í lífshættu og hefur hann gengist undir aðgerð á Landspítalanum. Tekinn verður skýrsla af honum síðar í dag vegna málsins.
Tæknideild lögreglunnar rannsakar nú vettvang