Útlendingar varaðir við Kötlu

Þau reginöfl sem losnuðu úr læðingi í Eyjafjallajökli röskuðu ferðum …
Þau reginöfl sem losnuðu úr læðingi í Eyjafjallajökli röskuðu ferðum milljóna ferðamanna. Árni Sæberg

Erlendir ferðamenn eru hvattir til þess að kaupa sér ferðatryggingar enda sé viðbúið að Katla gjósi hvað úr hverju. Bent er á að enn sé eldgos ekki hafið og því eigi tryggingar að bæta tjón sem hljótist af töfum á flugi af völdum eldfjallaösku.

Fjallað er um málið á vef Travel Agent.

Er þar bent á að ferðatryggingar séu mismunandi eftir tryggingafélögum. Kynna þurfi sér skilmálana vel áður en tryggingar séu keyptar.

Rætt er við Daniel Durazo, starfsmann Access America, sem bendir á að ef ferðir falli niður vegna eldgoss eigi tryggðir ferðamenn rétt á að fá farmiðann endurgreiddan.

Ítrekað er að ferðamenn þurfi að kaupa trygginguna fyrirfram.

Grein Travel Agent má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka