Útlendingar varaðir við Kötlu

Þau reginöfl sem losnuðu úr læðingi í Eyjafjallajökli röskuðu ferðum …
Þau reginöfl sem losnuðu úr læðingi í Eyjafjallajökli röskuðu ferðum milljóna ferðamanna. Árni Sæberg

Er­lend­ir ferðamenn eru hvatt­ir til þess að kaupa sér ferðatrygg­ing­ar enda sé viðbúið að Katla gjósi hvað úr hverju. Bent er á að enn sé eld­gos ekki hafið og því eigi trygg­ing­ar að bæta tjón sem hljót­ist af töf­um á flugi af völd­um eld­fjalla­ösku.

Fjallað er um málið á vef Tra­vel Ag­ent.

Er þar bent á að ferðatrygg­ing­ar séu mis­mun­andi eft­ir trygg­inga­fé­lög­um. Kynna þurfi sér skil­mál­ana vel áður en trygg­ing­ar séu keypt­ar.

Rætt er við Daniel Durazo, starfs­mann Access America, sem bend­ir á að ef ferðir falli niður vegna eld­goss eigi tryggðir ferðamenn rétt á að fá farmiðann end­ur­greidd­an.

Ítrekað er að ferðamenn þurfi að kaupa trygg­ing­una fyr­ir­fram.

Grein Tra­vel Ag­ent má nálg­ast hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert