Leigubílstjórinn ófundinn

Vitnisburður leigubílstjórans gæti haft mikla þýðingu við rannsókn málsins.
Vitnisburður leigubílstjórans gæti haft mikla þýðingu við rannsókn málsins. mbl.is/Jim Smart

Leigubílstjóri sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur leitað að í tengslum við rannsókn á meintri nauðgun hefur enn ekki gefið sig fram. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að vitnisburður hans gæti haft mikla þýðingu við rannsókn málsins.

Að sögn lögreglu stendur rannsókn málsins enn yfir. Rætt hefur verið við vitni og aðra sem tengjast rannsókn málsins.

Málið snýst um kæru 18 ára gamallar stúlku á hendur Agli Einarssyni, sem er betur þekktur sem Gillz, og unnustu hans, en stúlkan sakar þau um nauðgun. Egill neitar sök og segist hafa falið lögmanni sínum að kæra stúlkuna fyrir rangar sakargiftir.

Lögreglan segist vilja ná tali af leigubílstjóranum. Hann hafi verið að störfum í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt föstudagsins 25. nóvember sl. og ekið þremenningunum frá skemmtistaðnum Austur í Austurstræti í Kórahverfið í Kópavogi.

Lögreglan hvetur leigubílstjórann til að gefa sig fram en vitnisburður hans getur haft mikla þýðingu í umræddu máli.

Þá eru þeir sem kunna að geta veitt upplýsingar um leigubílstjórann vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert