„Viðbrögð okkar eru mjög eindregin og mjög hörð. Það er sjaldan að við afturköllum leyfi sem við höfum gefið frá okkur.“
Þetta segir Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor og formaður Vísindasiðanefndar, í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag, en nefndin hefur afturkallað leyfi til rannsóknar á vegum Háskóla Íslands um ofbeldi í nánum samböndum.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær urðu þau mistök að tölvupóstur fór út með netföngum 158 einstaklinga sem höfðu sótt þjónustu á bráðamóttöku, geðsviði og kvennadeild Landspítalans og þeim boðin þátttaka í rannsókninni.