Nýtt nafnlaust stjórnmálaafl

Heiða Helgadóttir fylgist með Guðmundi Steingrímssyni opna nýja vefsíðu.
Heiða Helgadóttir fylgist með Guðmundi Steingrímssyni opna nýja vefsíðu.

Nýtt nafnlaust stjórnmálaafl, sem m.a. Besti flokkurinn og þingmaðurinn Guðmundur Steingrímsson standa að, hefur hleypt af stokkunum nýrri heimasíðu og nafnasamkeppni.

Félag áhugafólks um bjarta framtíð boðaði til blaðamannafundar í Norræna húsinu í dag til að greina frá nýju stjórnmálaafli og keppninni. Kynntu Guðmundur Steingrímsson  og Heiða Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, nýja stjórnmálaaflið í dag.

„Nú er kominn tími til að stofna stjórnmálaflokk eða bandalag eða hóp eða afl eða klúbb eða hreyfingu eða samtök eða partí eða bara eitthvað sem leggur áherslu á að stunda uppbyggileg og gefandi stjórnmál, nútímaleg og þjónandi fyrir alls konar fólk á Íslandi. Við viljum vera opinn vettvangur eða farvegur fyrir vel meinandi einstaklinga til þess að hafa áhrif á samfélag sitt. Við viljum grænt hagkerfi sem skapar fullt af fólki atvinnu, góða skóla og heilbrigðiskerfi, arðbæra og sjálfbæra nýtingu auðlindanna okkar, stöðugt efnahagslíf, óttalausa samvinnu við aðrar þjóðir, víðsýni, lýðræði, frjálslyndi, frið og mannúð.

Það sem við þurfum áður en lengra er haldið er NAFN,“ segir í tilkynningu á heimasíðu flokksins.

Fólk er hvatt til að senda tillögur fyrir 1. janúar 2012.

Viðtal MBL Sjónvarps við Guðmund og Heiðu má sjá hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka