Nýtt stjórnmálaafl kynnt

Jón Gnarr, Heiða Kristín Helgadóttir og Gaukur Úlfarsson.
Jón Gnarr, Heiða Kristín Helgadóttir og Gaukur Úlfarsson. Reuters

Nýtt stjórnmálaafl sem hyggst bjóða fram til næstu alþingiskosninga verður kynnt formlega á kynningarfundi í Norræna húsinu kl. 14 í dag. Fundurinn er haldinn af Félagi áhugafólks um bjarta framtíð en boðuð er nafnasamkeppni um heiti stjórnmálaflokksins.

Um leið og stjórnmálaflokkurinn verður kynntur verður einnig opnuð vefsíða flokksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert