Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í atvinnuveganefnd Alþingis við fyrsta tækifæri. Fram kemur í tilkynningu að Sigurður telji að hagsmunir Íslands í málinu séu miklir.
Hann segir það áhyggjuefni að samningar skuli ekki enn hafa náðst um það.
Því sé einnig óskað eftir því að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verði boðaður fyrir nefndina til að upplýsa um stöðuna í yfirstandandi samningalotu og hagsmuni Íslendinga.