Ræði áhrif breytinga í ESB á aðildarumsóknina

Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar Daðason.

Ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is ákvað í morg­un að halda nefnd­ar­fund op­inn gest­um á næst­unni til þess að ræða þá stöðu sem kom­in er upp í Evr­ópu­sam­band­inu og áhrif þess á aðild­ar­um­sókn Íslend­inga. Seg­ist Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, bú­ast við að fund­ur­inn verði hald­inn fyr­ir jól.afrí þings­ins.

Seg­ir Ásmund­ur Ein­ar að ít­rekað hafi verið farið fram á slík­an fund frá því í sum­ar til þess að ræða efna­hags­stöðuna í Evr­ópu og þær breyt­ing­ar sem eru að verða á ESB og evru­sam­starf­inu.

Lagði Ásmund­ur Ein­ar ásamt flokks­bróður sín­um Gunn­ari Braga Sveins­syni og Ragn­heiði El­ínu Árna­dótt­ur, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins, fram bók­un á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í morg­un um að það væri óá­byrgt að halda aðild­ar­ferl­inu að ESB áfram án þess að farið væri ofan í at­b­urði í Evr­ópu und­an­farið.

„Það var ekki tekið und­ir þessa bók­un af meiri­hlut­an­um en hins veg­ar var ákveðið að verða við þeirri beiðni að fram færi fund­ur op­inn gest­um þar sem full­trú­ar rík­is­stjórn­ar og fræðimenn kæmu til að ræða þá stöðu sem er í ESB og hvaða breyt­ing­ar eru að verða þarna og hvaða áhrif það hef­ur á aðild­ar­um­sókn­ina,“ seg­ir Ásmund­ur Ein­ar.

Var ákveðið að fund­ur­inn færi fram eins fljótt og auðið verður og seg­ist Ásmund­ur Ein­ar skilja það svo að hann fari þá fram fyr­ir jól.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert