Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er stærsti flokk­ur lands­ins og fengi um 50% fylgi ef gengið yrði til kosn­inga í dag, sam­kvæmt könn­un Stöðvar 2 og Frétta­blaðsins. Greint var frá þessu í frétt­um Stöðvar 2.

Þá seg­ir að um 17% myndu kjósa Sam­fylk­ing­una og svipaður fjöldi seg­ist myndu kjósa Fram­sókn­ar­flokk­inn. Þá myndu rúm 13% kjósa Vinstri græn og tæp 3% Hreyf­ing­una.

Fram kem­ur að þess­um niður­stöðum þurfi að taka með ákveðnum fyr­ir­vara vegna þess hversu fáir hafi tekið af­stöðu, eða aðeins tæp 44%.

Hringt var í átta hundruð manns, sem vald­ir voru af handa­hófi úr þjóðskrá, dag­ana sjö­unda og átt­unda des­em­ber.

Spurt var: Hvaða lista mynd­ir þú kjósa ef gengið yrði til þing­kosn­inga í dag?


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert