Skýrsla tekin af leigubílstjóranum

Morgunblaðið/Jim Smart

Búið er að taka skýrslu af leigubílstjóranum sem lögregla lýsti eftir vegna nauðgunarkæru á hendur Agli Einarssyni. Bílstjórinn gaf sig fram í dag og að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar kynferðisbrota, er þar með talið að búið sé að ná til allra vitna sem vitað er um í málinu.

Björgvin sagðist ekki geta gefið neinar upplýsingar um hvort vitnisburður leigubílstjórans samræmdist þeirri atburðarás sem kærða hefur lýst eða hvort hann hefði áhrif á framvindu málsins. Rannsóknin heldur áfram en að sögn Björgvins er að því stefnt að henni verði lokið í næstu viku eða vikunni þar á eftir.

Aðspurður hvort frekari yfirheyrslur eigi eftir að fara fram segir Björgvin að það verði þá helst til að bera ákveðin atriði undir málsaðila sem þegar hafa verið yfirheyrðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert