„Mér finnst þetta vera voðalega vond aðgerð,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um áform stjórnvalda að lækka frádráttarheimild vegna séreignarsparnaðar úr 4% í 2%.
Framlög umfram 2% verða tvískattlögð; áður en þau eru lögð inn og aftur þegar þau eru tekin út. Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að gert sé ráð fyrir þessu í samþykktum fjárlögum en öðlast ekki gildi fyrr en Alþingi hefur afgreitt svonefndan bandorm.