Vefpressan höfðar mál

Björn Ingi Hrafnsson er útgefandi Vefpressunar.
Björn Ingi Hrafnsson er útgefandi Vefpressunar.

Vefpress­an ehf. mun fela lög­mönn­um að höfða mál á hend­ur ein­stak­ling­um sem fyr­ir­tækið seg­ir að hafi staðið fyr­ir her­ferð und­an­farna daga í því skyni að fá fyr­ir­tæki til að hætta að aug­lýsa á miðlum þess.

Þetta kem­ur fram á frétta­vefn­um Press­unni, sem Vefpress­an á og rek­ur.

Þar seg­ir að einnig standi  til að höfða meiðyrðamál gegn ein­stak­ling­um sem hafi viðhaft ærumeiðandi um­mæli und­an­farna daga, búið til falsk­ar vefsíður og sagt for­svars­menn Press­unn­ar „nauðgara­vini“ og „stuðnings­menn nauðgara“ svo dæmi séu tek­in.

Þá er því haldið fram að sér­fræðing­ur í efna­hags­ráðuneyt­inu hafi m.a. staðið fyr­ir und­ir­skrifta­söfn­un þar sem fólk sé hvatt til að sækja ekki miðla Vefpress­unn­ar. Einnig seg­ir að borg­ar­full­trúi Vinstri grænna hafi beitt sér í sam­töl­um við fyr­ir­tæki í þeim til­gangi að valda Vefpress­unni fjár­hags­legu tjóni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert