Vítisenglar stefna Ögmundi

Einar Marteinsson, forseti Hells Angels MC Iceland.
Einar Marteinsson, forseti Hells Angels MC Iceland. mbl.is/Golli

Vélhjólasamtökin Hells Angels á Íslandi, eða Vítisenglar, hafa stefnt Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra, fyrir meiðyrði. Þetta staðfestir Einar Marteinsson, forseti samtakanna, í samtali við mbl.is.

Auk Ögmundar er Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, og íslenska ríkinu ennfremur stefnt, að sögn Einars. Stefnan var lögð fram í gær og var það gert í nafni samtakanna auk Einars sjálfs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert